Fréttasafn26. mar. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Samningsskilmálar RÚV stangast á við reglur

Samningsskilmálar sem RÚV hefur sett gagnvart sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum stangast á við þær reglur sem um kvikmyndagreinina gilda, einkum reglur um úthlutun styrkja úr sjóðum Creative Europe Media og reglur um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Þetta kemur meðal annars fram í nýju lögfræðiáliti sem unnið var að beiðni Samtaka iðnaðarins og Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna, SÍK. Tilefni álitsins eru kröfur RÚV um að fá stöðu samframleiðanda í sjónvarpsverkefnum sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda og að við ákvörðun á eignarhlutdeild RÚV í verkefnum sé tekið tillit til endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 

Hér er hægt að nálgast lögfræðiálitið.