Fréttasafn



10. okt. 2024 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Samstarf milli Grænvangs og State of Green

Í ríkisheimsókn forseta Íslands til Danmerkur var meðal annars undirritaður samstarfssamningur milli Grænvangs og State of Green sem mun efla samstarf ríkjanna sem og íslenskra og danskra fyrirtækja á sviði orku og grænna lausna og gerir aðilum kleift að sækja sameiginlega fram þar sem það á við. 

Í grein sem Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI og formaður Grænvangs, og Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, skrifa í Morgunblaðinu í dag kemur fram að markmiðið sé að byggja á styrkleika beggja landa og efla samstarfið í kynningu á grænum lausnum þjóðanna, með þekkingarmiðlun milli landanna og með því að vinna saman að auknu samstarfi Norðurlandanna.

Þá þekktist Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, boð um að verða verndari Grænvangs

Myndir/Hildur María Valgarðsdóttir.

8I3A0261_1728569587588