Fréttasafn29. okt. 2021 Almennar fréttir

Samtal um hönnun og hönnunarverðlaun

Hönnunarverðlaun Íslands 2021 og Samtal um hönnun fara fram í Grósku í dag föstudaginn 29. október kl. 15.00-20.00. Hér er hægt að skrá sig.

Dagskrá 

Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, stýrir Samtalinu og pallborðsumræðum og Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona sér um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fer fram í kjölfarið.

Samtal um framtíð sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun

15:00 - 15:30 Húsið opnar - Haustdrykkur Kaffitárs

15:30 - 16:30 Snörp myndræn erindi um tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021

16:40 - 17:30 Pallborðsumræður: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Haraldur Thorleifsson, stofnandi Ueno, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

Hönnunarverðlaun Íslands 2021

17:30 - 18:00 Fordrykkur

18:00 - 19:00 Verðlaunaafhending

19:00 - 20:00 Skál

Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021

Tilnefningar  til verðlaunanna eru fimm talsins: 

1. Fatalína fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur, MAGNEA - made in reykjavík. 

2. Ásýnd „Hjaltalín - ∞“ eftir grafíska hönnuðinn Sigurð Oddsson, myndhöggvarann Matthías Rúnar Sigurðsson og þrívíddarhönnuðinn Gabríel Benedikt Bachmann. 

3. Söluhús við Ægisgarð eftir Yrki arkitekta. 

4. Konur sem kjósa eftir Snæfríði Þorsteins, Hildigunni Gunnarsdóttur og Agnar Frey Stefánsson.

5. Hönnunarverkefnið Þykjó eftir hönnuðina Sigríði Sunnu Reynisdóttur, Ninnu Þórarinsdóttur, Sigurbjörgu Stefánsdóttir og Erlu Ólafsdóttur. 

Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum í samstarfi við Hönnunarsafn ÍslandsListaháskóla ÍslandsÍslandsstofu og Samtök iðnaðarins.