Fréttasafn8. mar. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Samtök leikjaframleiðenda leggja línurnar fyrir árið

Samtök leikjaframleiðenda, IGI, efndu til stefnumótunarfundar á Hótel Örk í Hveragerði síðastliðin föstudag.  Á fundinum var meðal annars farið yfir starfsárið sem er að líða og línurnar lagðar fyrir komandi ár. Fjölmargir félagsmenn tóku þátt í fundinum og áttu sér stað góðar umræður. Mikil gróska er í tölvuleikjaiðnaðinum á Íslandi og því spennandi tímar framundan. 

Igi-stefnumotun-1

Igi-stefnumotunÁ myndinni má sjá Hilmar Birgisson hjá Mussilla, Halldór Snær Kristjánsson hjá Myrkur Games, María Guðmundsdóttir hjá Parity Games, Þorgeir Óðinsson hjá Directive Games, Diðrik Steinsson hjá Porcelain Fortress, Ólaf Hrafn Steinarsson hjá RÍSÍ og Stefán Björnsson hjá Solid Clouds. 

Igi-stefnumotun-3-002-Haukur Steinn Logason hjá CCP.