Samtök rafverktaka fagna 75 ára afmæli
Samtök rafverktaka, Sart, sem eru aðildarsamtök SI fögnuðu 75 ára afmæli samtakanna föstudaginn 8. mars í Háteig á Grand Hótel Reykjavík. Formaður félagsins, Hjörleifur Stefánsson, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna. Myndbandið Hetjur á Reykjanesi var sýnt gestum og Björn Bragi var með uppistand.
Á myndinni hér fyrir ofan er Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Sart, og Hjörleifur Stefánsson, formaður Sart.
Fyrirtæki innan Sart eru rúmlega 200 og innan raða þeirra eru fyrirtæki úr öllum geirum rafiðnaðar, allt frá einyrkjum upp í stærstu rafiðnaðarfyirtæki landsins. Í nýlegri hagtölugreiningu sem unnin var fyrir Sart af Samtökum iðnaðarins kom fram að rúmlega 80% af starfsmönnum fyrirtækja sem skilgreina starfsemi sína með ÍSAT númerinu 43.21.0 eru starfandi hjá fyrirtækjum innan Sart. Jafnframt kom fram í annari greiningu um hæfniþörf í rafiðnaði sem einnig var unnin af SI, að fyrirtækin telja sig þurfa að fjölga rafvirkjum sem starfi hjá fyrirtækjunum um að minnsta kosti 800 á næstu 5 árum sem er rúmlega 30% fjölgun starfandi rafvirkja á markaðnum.
Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá afmælishófinu.
Myndir/BIG
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Hjörleifur Stefánsson, formaður Sart, og Árni Sigurjónsson, formaður SI.
Helgi Rafnsson, framkvæmdastjóri Rafholt.
Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Sart, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.
Ásgerður Felixdóttir og Hrafnkell Guðjónsson, framkvæmdastjóri Rafey.
Ásthildur Guðlaugsdóttir, námsráðgjafi, Hulda Birna Kjærnested
Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, og Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara.
Ásbjörn Jóhannesson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sart, og Ingólfur
Árnason, fyrrverandi formaður Sart.
Þórdís Bergmundsdóttir, bókari, Hafdís Reinaldsdóttir, skrifstofustjóri, og Elísa Einarsdóttir, verkefnisstjóri kynningarmála, allar starfsmenn Rafmenntar.
Björn Bragi.
Jón Norland, forstjóri Smith
& Norland hf.