Samtök rafverktaka gefa mæla til Tækniskólans
Í tilefni þess að Samtök rafverktaka, Sart, eiga 75 ára afmæli í ár gáfu samtökin Raftækniskólanum veglegar gjafir sem samanstanda af tíu Fluke mælum sem munu nýtast við kennslu í Tækniskólanum. Einnig gáfu samtökin sérstaka úttektarmæla fyrir bílaúttektir en mælarnir eru ætlaðir til að kenna úttektir á bílahleðslustöðvum frá Gossen og munu koma að góðum notum í nýjum verkefnum í rafvirkjun.
Nánar á vef Tækniskólans.
Myndin er tekin við afhendingu mælanna í Tækniskólanum. Fleiri myndir er hægt að nálgast á facebook Tækniskólans.
Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, afhendir hér mælana.