Sérblað um Álklasann með Morgunblaðinu
Fjölbreytt flóra Álklasans er til umfjöllunar í sérútgáfu sem dreift var með Morgunblaðinu 31. mars. Í Álklasanum mætast stefnur og straumar háskóla, rannsóknarsamfélags og atvinnulífs, jafnt rótgróinna fyrirtækja sem sprota.
Í sérútgáfunni sem fylgir Morgunblaðinu er rætt við klasastjóra og framkvæmdastjóra Tækniseturs, rætt við vísindamenn á þessu sviði, fjallað um nýafstaðið Nýsköpunarmót Álklasans og hvatningarviðurkenningar sem þar voru veittar og loks er tekið hús á fjölbreyttum fyrirtækjum í klasanum.
Myndin hér fyrir ofan var tekin á nýafstöðnu Nýsköpunarmóti Álklasans.
Hér er hægt að nálgast Álklasablaðið.