Fréttasafn



5. nóv. 2018 Almennar fréttir

SI fá viðurkenningu fyrir að standa fyrir viðburði í jafnvægi

Viðburður Samtaka iðnaðarins Mótum framtíðina saman - kynning á nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera viðburður í jafnvægi en um er að ræða viðurkenningu stjórnar Kvenna í orkumálum. Viðburðurinn sem hlýtur viðurkenninguna verður haldinn næstkomandi miðvikudag í Kaldalóni í Hörpu kl. 8.30-10.00 þar sem kynnt verður ný skýrsla samtakanna um atvinnustefnu.   

Stjórn félagsins Konur í orkumálum hrinti í haust af stað verkefninu „Viðburður í jafnvægi“. Félagið hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði SI, Mótum framtíðina saman, sem haldinn verður í vikunni og gleðst yfir því að kynjajafnrétti sé í hávegum haft. Félagið vill því lýsa því yfir að þessi viðburður flokkast sem „Viðburður í jafnvægi“ og hlýtur þar með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. 

Á vef félagsins Konur í orkumálum er hægt að lesa nánar um jafnréttisstimpilinn.