Fréttasafn7. des. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi Starfsumhverfi

SI leggjast gegn samþykkt frumvarps um forgangsorku

Samtök iðnaðarins leggjast gegn samþykkt frumvarps til laga um breytingu á raforkulögum sem snýr að forgangsorku og leggja þess í stað til að stjórnvöld og Alþingi leiti allra leiða til að bregðast hratt við rót vandans sem blasir við, sem er raforkuskortur, og greiði götu tafarlausrar uppbyggingar í raforkukerfinu. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna sem send hefur verið til atvinnuveganefndar og þar segir jafnframt að tryggt aðgengi að raforku sé þjóðaröryggismál og forsenda atvinnuuppbyggingar um allt land, verðmætasköpunar og útflutnings til framtíðar, orkuskipta og árangurs í loftslagsmálum. 

Hér er hægt að nálgast umsögn SI um frumvarpið.

Innherji, 7. desember 2023

Viðskiptablaðið, 7. desember 2023

mbl.is, 7. desember 2023

Morgunblaðið/mbl.is, 8. desember 2023

Morgunbladid-08-12-2023