Fréttasafn7. apr. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Starfsumhverfi

SI og SÍK fagna framlengingu á endurgreiðslum til 2025

Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, fagna því að framlengja eigi lög um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar fram til ársins 2025 líkt og fram kemur í umsögn þeirra um 604. mál.

Í umsögninni kemur fram að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar hafi margsannað gildi sitt og skipti sköpum fyrir samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Þá segir í umsögninni að samtökin vilji jafnframt koma á framfæri ánægju með að í skoðun sé að hækka endurgreiðsluhlutfallið með það að markmiði að laða stærri kvikmyndaframleiðsluverkefni til landsins og hafi SÍK skipað tvo fulltrúa í starfshóp á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem hafi þau mál til skoðunar.

Hér er hægt að nálgast umsögnina í heild sinni.