SI styðja flokkun Garpsdals í nýtingarflokk
Samtök iðnaðarins hafa skilað umsögn um tillögu um að flokka virkjunarkostinn Garpsdal í nýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar og lýsa eindregnum stuðningi við ákvörðun ráðherra.
SI hafa ítrekað bent á mikilvægi aukinnar raforkuöflunar til að mæta vaxandi eftirspurn og tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í umsögninni er bent á að framleiðsla hafi ekki fylgt vexti samfélagsins, sem hafi leitt til hærra raforkuverðs og skerðinga með neikvæðum áhrifum á útflutningstekjur.
Samtökin leggja áherslu á að fjölbreyttir orkugjafar, m.a. vindorka, auki öryggi raforkukerfisins og viðnámsþrótt gagnvart ófyrirséðum áföllum. Þau hvetja stjórnvöld til að halda áfram vinnu við að fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki og tryggja nægilegt framboð raforku til að mæta orkuskiptum og þörfum atvinnulífs.
Hér er hægt að nálgast umsögnina.