Fréttasafn24. jan. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Landssamband bakarameistara

Sigraði í keppninni um Brauð ársins 2024

Eyjólfur Hafsteinsson hjá Bakarameistaranum sigraði í keppninni Brauð ársins 2024. Landsamband bakarameistara stóð fyrir keppni um brauð ársins 2024. Sjö brauðtegundir kepptu til úrslita í keppninni en brauð Eyjólfs Hafsteinssonar, bakarameistara, fór með sigur af hólmi.

Brauð ársins 2024 er súdeigsbrauð sem samanstendur af íslensku byggi frá Móður Jörð og spíruðu rúgkorni, sesamfræjum og chiagraut. Að mati dómnefndar er brauðið einstaklega mjúkt og bragðmikið með brakandi skorpu. Að þessu sinni skipuðu þau Árni Þorvarðarson, bakarameistara og deildarstjóra bakariðnar hjá MK, Berglindi Festival Pétursdóttir, fjölmiðlakona og brauðunnandi og Sjöfn Þórðardóttir, blaðamaður hjá mbl.is dómnefnd og var einróma í áliti sínu.

Brauð ársins fer í sölu á fimmtudaginn í bakaríum Landssambands bakarameistara.

Eyjólfur Hafsteinsson hjá Bakarameistaranum með sigurbrauðið.


mbl.is, 24. janúar 2024.