Fréttasafn



23. jún. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Landssamband bakarameistara

Sigurður í Bernhöftsbakaríi nýr formaður LABAK

Aukaaðalfundur Landssambands bakarameistara, LABAK, fór fram 21. júní. Á fundinum var gengið til kosninga um formennsku í LABAK og í stjórn félagsins. Sigurður Már Guðjónsson í Bernhöftsbakaríi var kosinn formaður félagsins og tekur við embætti af Hafliða Ragnarssyni í Mosfellsbakaríi. Þess ber að geta að með formennsku fetar Sigurður í fótspor afa síns Sigurðar Bergssonar sem var fyrsti formaður Labak og gengdi formennsku frá árinu 1958 til 1970.

Á fundinum var einnig kosið um tvö sæti í stjórn félagsins. Sigubjörg Sigþórsdóttir í Bakarameistaranum og Vilhjálmur Þorláksson í Gæðabakstri/Ömmubakstri voru sjálfkjörin. Alfreð Freyr Karlsson í Kallabakaríi var kjörinn varamaður í stjórn félagsins.

Stjórn félagsins 2022-2023 skipa: Almar Þór Þorgeirsson, Almarsbakarí, Róbert Óttarsson, Sauðárkróksbakarí, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Bakarameistarinn, Sigurður Már Guðjónsson, Bernhöftsbakarí, og Vilhjálmur Þorláksson, Gæðabakstur/Ömmubakstur. Alfreð Freyr Karlsson og Sigurjón Héðinsson eru varamenn í stjórn félagsins. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurjón Héðinsson, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Alfreð Freyr Karlsson, Sigurður Már Guðjónsson, Vilhjálmur Þorláksson og Almar Þór Þorgeirsson.