Fréttasafn21. nóv. 2023 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki

Skipuleggja og kappkosta að frostverja húseignir í Grindavík

Á Facebook síðu Grindavíkurbæjar hefur verið greint frá aðkomu Félags pípulagningameistara og Samtaka iðnaðarins að því að skipuleggja og kappkosta að frostverja húseignir í Grindavík. Þar kemur fram að í ljósi aðstæðna hafi Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra borist tilkynningar um húseignir í Grindavík sem mögulega eru án hitaveitu og samkvæmt fyrstu tilkynningum HS Veitna hafi þetta verið á annað hundrað eignir. Einnig segir þar að Almannavarnardeild hafi fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir. 

Á myndinni eru fulltrúar Félags pípulagningameista og Samtaka iðnaðarins sem komu að skipulagningunni.Víkurfréttir, 21. nóvember 2023.