21. nóv. 2023 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki

Skipuleggja og kappkosta að frostverja húseignir í Grindavík

Á Facebook síðu Grindavíkurbæjar hefur verið greint frá aðkomu Félags pípulagningameistara og Samtaka iðnaðarins að því að skipuleggja og kappkosta að frostverja húseignir í Grindavík. Þar kemur fram að í ljósi aðstæðna hafi Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra borist tilkynningar um húseignir í Grindavík sem mögulega eru án hitaveitu og samkvæmt fyrstu tilkynningum HS Veitna hafi þetta verið á annað hundrað eignir. Einnig segir þar að Almannavarnardeild hafi fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir. 

Á myndinni eru fulltrúar Félags pípulagningameista og Samtaka iðnaðarins sem komu að skipulagningunni.



Víkurfréttir, 21. nóvember 2023.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.