Fréttasafn



12. maí 2025 Almennar fréttir Menntun Samtök menntatæknifyrirtækja

Skráning hafin í Menntaþon 2025

Menntaþon 2025, stafrænt nýsköpunarverkefni í menntageiranum, fer fram dagana 16. maí til 6. júní. Markmiðið er að virkja frumkvöðlahugsun, efla fjölbreytta kennsluhætti og tengja betur saman menntakerfið og atvinnulífið. Skráning stendur yfir frá 12. til 27. maí og fer keppnin að mestu fram á stafrænum vettvangi. Hér er hægt að skrá sig.

Lausnir fyrir framtíðarnám

Menntaþon 2025 er haldið að frumkvæði Samtaka menntatæknifyrirtækja (IEI) í samstarfi við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS), IÐNÚ og Þróunarsjóð námsgagna. Þátttakendur vinna að lausnum í þremur flokkum:

  • Besta nýsköpunin sem eflir menntun
  • Kennslustofan
  • Námsgögn

Verkefni geta verið á hugmyndastigi eða í þróun, en sérstök áhersla er lögð á að lausnirnar endurspegli framtíðarnám og stuðli að raunverulegum breytingum í skólastarfi.

Þverfagleg samvinna og stafrænt aðgengi

Keppnin er opin öllum sem hafa áhuga á þróun menntakerfisins og er þátttaka rafræn, sem auðveldar aðkomu fjölbreytts hóps. Lokaviðburðurinn fer fram 6. júní í Hyl, Borgartúni 35, þar sem efstu teymi kynna verkefni sín í örkynningum og verðlaun verða veitt með aðkomu fulltrúa skóla, atvinnulífs og menntunar.