Skýr lagaskylda að stofna dótturfélag RÚV
Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Skúla Eggerti Þórðarsyni, ríkisendurskoðanda, að aldrei hafi ríkt óvissa um að RÚV bæri að stofna dótturfélag. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í lok síðustu viku segir að RÚV hafi brotið lög frá því í byrjun árs 2018 með því að stofna ekki dótturfélag um samkeppnisrekstur.
Skúli Eggert segir í Fréttablaðinu að ekki hafi verið nein óvissa um þetta. „Frá ársbyrjun 2018 hefur það verið alveg skýr lagaskylda að stofna dótturfélag.“ Að auki hafi það ekki verið hlutverk Ríkisendurskoðunar að eyða slíkri óvissu. „Ríkisendurskoðun fékk fyrirspurn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvort aðskilnaður væri í bókhaldi. Í framhaldi kom beiðni til embættisins um að kanna fjárhagslega aðskilnaðinn. Ríkisendurskoðun hóf stjórnsýsluúttekt í framhaldinu sem tæki til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV hinn 11. desember 2018.“
Á vef Fréttablaðsins er hægt að lesa fréttina í heild sinni.
Samtök iðnaðarins vöktu athygli stjórnar RÚV á því fyrir rúmu ári síðan að RÚV bæri að fara að lögum og stofna og reka dótturfélög utan um samkeppnisrekstur sinn.