Fréttasafn



22. jún. 2023 Almennar fréttir Félag hársnyrtimeistara á Norðurlandi Félag íslenskra gullsmiða Félag íslenskra snyrtifræðinga Iðnaður og hugverk Klæðskera og kjólameistarafélagið Ljósmyndarafélag Íslands

Stefnumótun þjónustu- og handverksgreina innan SI

Stefnumótun fimm starfsgreinahópa í þjónustu- og handverksgreinum innan Samtaka iðnaðarins fór fram í dag í Húsi atvinnulífsins. Um er að ræða Félag íslenskra gullsmiða, Klæðskera- og kjólameistarafélagið, Félag hársnyrtimeistara á Norðurlandi, Ljósmyndarafélag Íslands og Félag íslenskra snyrtifræðinga. 

Áður höfðu fulltrúar starfsgreinahópanna fimm fundað 8. október í þeim tilgangi að hefja stefnumótun þar sem unnið hefur verið að sameiginlegri stefnu hópanna. Áherslur þeirra snúa meðal annars að starfsumhverfi, ímynd og menntun.  

Á myndinni eru fullrúar starfsgreinahópanna, talið frá vinstri, Rebekka Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga Svana Björk Hjartardóttir, meðstjórnandi í Félagi íslenskra snyrtifræðinga, Vala Rut Sjafnardóttir, meðstjórnandi í Klæðskera-og kjólameistarafélaginu, Arna Arnardóttir, formaður Félags íslenskra gullsmiða, Katla Sigurðardóttir, formaður Klæðskera- og kjólameistarafélagsins, og Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, formaður Félags Hársnyrtimeistara á Norðurlandi. 

Stjorn-2023_1Á myndinni eru með fulltrúum starfsgreinahópanna Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, lengst til vinstri, og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, lengst til hægri.