Fréttasafn2. feb. 2024 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Innviðir Mannvirki

Steypustöðin bauð Yngri ráðgjöfum í heimsókn

Steypustöðin bauð félagsmönnum Yngri ráðgjafa sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga í heimsókn til að kynna sér framleiðslu og starfsemi félagsins. Steypustöðin leggur áherslu á sjálfbærni og er m.a. unnið að þróun á notkun íauka í steinsteypu sem er skipt út fyrir hluta sements en enn fremur er aukinn áhersla lögð á hringrásarhagkerfið í allri starfsemi fyrirtækisins. Rafvæðing flota Steypustöðvarinnar hefur svo brotið blað í sögu byggingaiðnaðarins hér á landi en stefnt er á að 70% tækjaflotans verði rafknúinn að hluta eða öllu leyti fyrir árið 2032.

Félagsmenn Yngri ráðgjafa voru mjög áhugasamir um framleiðsluferli og starfsemi félagsins og spunnust góðar samræður við Kai Westphal og Jónínu Þóru Einarsdóttur, bæði á vegum Steypustöðvarinnar, á meðan á kynningum þeirra stóð. Kynningarnar snéru að framleiðsluleiðum og vöruúrvali Steypustöðvarinnar sem og áhrif rafvæðingar flotans, allt út frá sjónarhóli umhverfisáhrifa framleiðslunnar og dreifingar.

Að lokinni kynningu bauð Steypustöðin gestum upp á léttar veitingar þar sem frekari samtöl áttu sér stað.

Stjórn Yngri ráðgjafa vill koma á framfæri þökkum til Steypustöðvarinnar fyrir vel skipulagða og góða heimsókn.

Image00010_1706881396101Jónína Þóra Einarsdóttir, leiðtogi sjálfbærni-, gæða- og öryggismála hjá Steypustöðinni, og Kai Westphal, framkvæmdastjóri steypuframleiðslu og dreifingar hjá Steypustöðinni.

Image00006_1706881439206

Image00004_1706881458155

Image00005_1706881487789

Image00009_1706881507186

Image00024