Fréttasafn



1. jún. 2022 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Innviðir Mannvirki

Stjórn Félags blikksmiðjueigenda endurkjörin

Á aðalfundi Félags blikksmiðjueigenda sem fór fram 31. maí í Húsi atvinnulífsins var stjórn félagsins endurkjörin en hana skipa Sævar Jónsson, Ágúst Páll Sumarliðason, Hallgrímur Atlason, Stefán Lúðvíksson, Sævar Kristjánsson, Sigurrós Erlendsdóttir og Jónas Freyr Sigurbjörnsson. 

Sævar Jónsson gaf áfram kost á sér til formanns félagsins til næstu tveggja ára og hlaut einróma kosningu viðstaddra.  Í uppstillinganefnd voru kjörnir þeir Þröstur Hafsteinsson, Eyjólfur Ingimundarson og Garðar Erlendsson og skoðunarmenn félagsins eru þeir Finnbogi Geirsson og Valdimar Jónsson og Karl H. Karlsson til vara.

Þröstur Hafsteinsson var fundastjóri fundarins og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, var ritari.

10 nemendur þreyta sveinspróf í blikksmíði

Á fundinum var mikið rætt um stöðu mennamála í greininni, bæði eftir umfjöllun um skýrslu stjórnar sem og undir liðnum önnur mál. Fundargestum þótti ánægjulegt að sjá að 10 nemendur eru um þessar mundir að þreyta sveinspróf í blikksmíði. Félagið áformar að ráðast í vinnu við að leggja til breytingar á námi í blikksmíði með það að markmiði að auðvelda nemendum á landsbyggðinni að klára nám sitt í heimabyggð sem og að gera atvinnulífinu kleift að koma að frekari kennslu ef þess þarf

20220531_174228