Fréttasafn



7. des. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Stjórn Félags rafverktaka á Suðurlandi endurkjörin

Stjórn Félags rafverktaka á Suðurlandi var endurkjörin á rafrænum aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu. Í stjórn sitja Magnús Gíslason, formaður, Þorgils Gunnarsson, gjaldkeri, Sölvi Ragnarsson, ritari, og Hermann G. Jónsson er varamaður.

Í ávarpi formanns á fundinum kom fram að verkefnastaða félagsmanna sé almennt góð og að mikil uppbygging eigi sér nú stað í Árborg, meðal annars í miðbæ Selfoss, hjúkrunarrými við HSU og leikskóla en lóðaskortur hafi áhrif á byggingamarkaðinn. 

Magnus-Gislason_1607336455147Magnús Gíslason, formaður Félags rafverktaka á Suðurlandi.