Fréttasafn3. jan. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Stjórn Félags rafverktaka á Suðurlandi endurkjörin

Stjórn Félags rafverktaka á Suðurlandi var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var 20. desember sl. Stjórnina skipa Magnús Gíslason, Guðjón Guðmundsson, Sölvi Ragnarsson og varamaður er Hermann G. Jónasson. Á myndinni hér fyrir ofan eru Sölvi Ragnarsson, Magnús Gíslason og Guðjón Guðmundsson.

Á fundinum kynnti Aron Bjarnason verkfæra-appið Veistu hvar fyrir félagsmönnum og svaraði einnig fyrirspurnum um appið. Þá flutti Óskar Frank Guðmundsson sérfræðingur í rafmagnsöryggi hjá HMS fróðlegt erindi þar sem hann fjallaði meðal annars um mælingar og öryggismál í tengslum við hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Auk Óskars svöruðu Sigurður Sigurðarson sérfræðingur í rafmagnsöryggi hjá HMS spurningum fundarmanna um margvísleg fagtengd málefni.

Adalfundur-desember-2023_2Fundarmenn á aðalfundi Félags rafverktaka á Suðurlandi.