Fréttasafn



19. des. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Stjórn Félags rafverktaka á Vestfjörðum endurkjörin

Ný stjórn Félags rafverktaka á Vestfjörðum var kosin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hótel Ísafirði fyrir nokkru. Á fundinum var stjórn félagsins endurkjörin en hana skipa, Sævar Óskarsson formaður, Albert Guðmundsson gjaldkeri, Einar Yngvason meðstjórnandi og Karl Þór Þórisson varamaður. Félag rafverktaka á Vestfjörðum er aðildarfélag Samtaka rafverktaka, Sart

Í tengslum við aðalfundinn hélt Rafmennt námskeið í úttektarmælingum rafverktaka og sóttu 20 manns námskeiðið.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Sævar Óskarsson, Albert Guðmundsson og Einar Yngvason.

Adalfundur-2024_1Fundarmenn á aðalfundi Félags rafverktaka á Vestfjörðum.