Fréttasafn



1. des. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Stjórn Félags rafverktaka á Austurlandi endurkjörin

Stjórn Félags rafverktaka á Austurlandi var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var 26. nóvember á Hótel Héraði. Stjórnina skipa Svanur Freyr Jóhannsson, formaður, Hrafnkell Guðjónsson, ritari, Ómar Yngvason, gjaldkeri, og varamaður er Þórarinn Hrafnkelsson.

Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum kynnti Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmennt, breytingu á reglugerð um vinnustaðanám og fór yfir svokallaða birtingaskrá þar sem allir þeir sem ætla að taka nema verða að vera skráðir. Líflegar umræður urðu í kjölfarið um vinnustaðanám rafvirkjanema. Eftir aðalfund bauð Johan Rönning fundarmönnum og mökum þeirra til veglegs kvöldverðar á Hótel Héraði.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Svanur Freyr Jóhannsson, formaður FRA, Þórarinn Hrafnkelsson, Hrafnkell Guðjónsson og Hjörleifur Stefánsson, formaður SART.