Fréttasafn29. maí 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Stjórn Mannvirkis endurkjörin á aðalfundi

Aðalfundur Mannvirkis – félags verktaka var haldinn í Húsi atvinnulífsins í gær. Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hófust hélt Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA og formaður starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins, erindi um skýrslu starfshópsins um fjármögnun flýtiframkvæmda sem kom út 5. apríl síðastliðinn. 

Stjórn Mannvirkis var endurkjörin á fundinum en hana skipa Sigþór Sigurðsson, formaður, Hlaðbær-Colas, Gylfi Gíslason, varaformaður, Jáverk, Björn Viðar Ellertsson, Ellert Skúlason ehf., Karl Andreassen, ÍSTAK og Kristján Arinbjarnar, ÍAV.

Fundur-mai-2019-1-Sigþór Sigurðsson hjá Hlaðbæ-Colas, formaður, (t.h.) og Gylfi Gíslason hjá Jáverk, varaformaður. 

Fundur-mai-2019-3-Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA og formaður starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins.