Stjórn Nordic Game Institute fundar á Íslandi
Stjórn Nordic Game Institute (NG) fundaði á Íslandi fyrir skömmu og heimsótti Samtök iðnaðarins. Í stjórninni eiga sæti fimm fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda á Norðurlöndunum, einn fulltrúi frá hverju landi. Þorgeir Frímann Óðinsson, framkvæmdastjóri Directive Games og formaður IGI – Samtaka leikjaframleiðenda, hefur setið í stjórninni fyrir hönd Íslands síðan árið 2020. Á fundinum var framtíð NGI rædd en til skoðunar er að færa samtökin til Íslands þar sem þau yrðu undir hatti SI.
NGI voru stofnuð þann 15. október árið 2012 og var stofnfundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Markmið samtakanna er að efla samstarf milli Norðurlandanna þegar kemur að leikjaiðnaði. Markmið samtakanna er að styðja leikjafyrirtæki á Norðurlöndunum, vekja athygli á leikjaiðnaði og stuðla að þekkingarmiðlun milli Norðurlandanna um stuðningsumhverfi fyrir leikjafyrirtæki.
Velta leikjaiðnaðar á Norðurlöndunum hefur aukist umtalsvert síðan NGI tók til starfa fyrir áratug síðan. Þá var veltan um 500 milljónir evra en iðnaðurinn veltir í dag um 6 milljörðum evra.
Á myndinni eru Åse Kringstad frá Virke Produsentforeningen í Noregi, Þorgeir Frímann Óðinsson frá IGI á Íslandi, Nanna Elísa Jakosbdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, Per Strömbäck frá Dataspelbranchen í Svíþjóð og formaður stjórnar NG og KooPee Hiltunen frá NeoGames í Finnlandi.