Fréttasafn26. feb. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Stjórn Rafverktakafélags Suðurnesja endurkjörin

Aðalfundur Rafverktakafélags Suðurnesja var haldinn á Hótel Keflavík í vikunni. Á fundinum sem var vel sóttur var stjórn félagsins endurkjörin en í henni sitja Arnbjörn Óskarsson, formaður, Guðmundur Þ. Ingólfsson, ritari, Björn Kristinsson, gjaldkeri, og Róbert Þ. Guðbjörnsson, varamaður.

Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, flutti fróðlegt erindi og fulltrúar HS veitna kynntu starfsemi fyrirtækisins. Eftir fundinn bauð Reykjafell fundarmönnum til kvöldverðar á Hótel Keflavík. 

20210224_170554Arnbjörn Óskarsson, formaður.

20210224_170613

20210224_173639

20210224_173651Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

20210224_180034Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna.