Fréttasafn25. okt. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Stjórn SART fundar á Siglufirði

Stjórn Samtaka rafverktaka, SART, fundaði á Siglufirði síðastliðinn föstudag þar sem lagðar voru línurnar í starfi samtakanna fram að aðalfundi sem haldinn verður 10. mars á næsta ári. Skipulagningu annaðist formaður Félags löggiltra rafverktaka á Norðurlandi, Aðalsteinn Þór Arnarsson. Samhliða fundinum voru heimsótt fyrirtæki á svæðinu og varðskipið Freyja skoðað auk þess sem Garðsárvirkjun var skoðuð undir leiðsögn Gunnlaugs Magnússonar, rafverktaka á Ólafsfirði. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Kristján Daníel Sigurbergsson, Sævar Óskarsson, Gunnar Ingi Jónsson, Hjörleifur Stefánsson, Pétur Hákon Halldórsson, Hrafnkell Guðjónsson, Róbert Jensson, Aðalsteinn Þór Arnarsson, Magnús Gíslason og Sigurður Gunnarsson.

Mynd_hopSigurður Gunnarsson, Gunnar Ingi Jónsson, Arnbjörn Óskarsson, Magnús Gíslason, Pétur Hákon Halldórsson, Róbert Jensson, Hjörleifur Stefánsson og Aðalsteinn Þór Arnarsson.

2_1666706760566Kristján Daníel Sigurbergsson, Gunnlaugur Magnússon, Sigurður Gunnarsson, Magnús Gíslason, Hjörleifur Stefánsson, Sævar Óskarsson, Hrafnkell Guðjónsson, Róbert Jensson, Aðalsteinn Þór Arnarsson, Pétur Hákon Halldórsson og Gunnar Ingi Jónsson.

3Gunnlaugur Magnússon, rafverktaki á Ólafsfirði.

4Vélbúnaður í Garðsárvirkjun sem tekin var í gagnið 1942 en þá var umfram framleiðsla virkjunarinnar það mikil að rætt var um að setja niður stóriðju í Ólafsfirði til að fullnýta afkastagetu virkjunarinnar.

5Varðskipið Freyja.

Adalsteinn_1Aðalsteinn Þór Arnarsson, formaður Félags löggiltra rafverktaka á Norðurlandi.