Fréttasafn



23. maí 2023 Almennar fréttir

Stjórn SI á ferð um Reykjanes

Stjórn Samtaka iðnaðarins heimsótti Reykjanes dagana 22. og 23. maí og heimsótti nokkur af aðildarfyrirtækjum samtakanna. 

Fyrirtækin sem stjórn SI heimsótti eru Algalíf Iceland, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Skólamatur, Georg V. Hannah skartgripaverslun og Auðlindagarður HS Orku.

Í tilefni af ferð stjórnarinnar um Reykjanes var efnt til fjölmenns hádegisverðarfundar á Courtyard Marriott í Reykjanesbæ þar sem rætt var um öflugt atvinnulíf á Reykjanesi. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Arna Arnardóttir, Halldór Halldórsson, Magnús Hilmar Helgason, Sigurður Hannesson, Þorsteinn Víglundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Vignir Steinþór Halldórsson, Hjörtur Sigurðsson, Árni Sigurjónsson, Guðrún Halla Finnsdóttir og Karl Andreasson. Myndina tók BIG.

Heimsókn í Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri, og Stefán Sigurðsson, fjármálastjóri, tóku á móti stjórninni.

ReykjanesferdStjórn og framkvæmdastjóri SI í heimsókn hjá Algalíf.

Eggert-Hannah-gullsmidurStjórn SI í heimsókn í skartgripaverslun Georg V. Hannah. Eggert Hannah, gullsmiður, sem tók á móti hópnum er fyrir miðri mynd.

SkolamaturÍ heimsókn hjá Skólamat, Fanný Axelsdóttur, framkvæmdastjóri samskipta hjá Skólamat, er í fremri röð önnur frá vinstri og Jón Axelsson, forstjóri Skólamatar, er í fremri röð fjórði frá vinstri.

IMG_9638Í framleiðslusal Algalífs.

HS-orkaKristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS orku, tók á móti hópnum og sýndi þeim starfsemina. Kristinn er lengst til hægri á myndinni.

IMG_9749

HS-orka4Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í jarðvarmaveri HS orku.