Stjórn SI heimsækir fyrirtæki
Stjórn Samtaka iðnaðarins ásamt framkvæmdastjóra og yfirlögfræðingi lögðu land undir fót dagana 27. og 28. maí og heimsóttu fyrirtæki með starfsemi í Hveragerði, Ölfusi og Árborg auk þess að standa fyrir opnum fundi á Hótel Selfossi undir yfirskriftinni Öflugt atvinnulíf í Árborg.
Carbfix - Fyrsta stopp hópsins var hjá Carbfix á Hellisheiði þar sem Ólafur Teitur Guðnason tók á móti hópnum. Hann kynnti starfsemi fyrirtækisins og framtíðaráform auk þess að sýna hvernig CO2 er fangað, dælt langt í jörðu og breytt í stein en um er að ræða tæknilausn sem bindur koldíoxíð í bergi á innan við tveimur árum.
Climeworks/Mammoth - Bryndís Nielsen tók á móti hópnum í Climeworks sem einnig er staðsett á Hellisheiði. Hópurinn fékk að skoða nýjustu starfsstöð fyrirtækisins sem nefnd er Mammoth þar sem CO2 er fangað og geymt. Verksmiðjan er hönnuð fyrir allt að 36 þúsund tonn á ári.
Icelandic Water Holdings - Svava Rán Karlsdóttir tók á móti hópnum í verksmiðju Icelandic Water Holdings í Ölfusi þar sem framleitt er vatn í flöskum og dósum undir vörumerkinu Icelandic Glacial. Vörurnar eru fluttar á erlendan markað frá Þorlákshöfn og sagði Svava meðal annars frá áformum um nýja erlenda markaði.
Kjörís - Valdimar Hafsteinsson og Hafsteinn Davíðsson tóku á móti hópnum í Kjörís en fyrirtækið hefur verið starfrækt frá árinu 1969 í Hveragerði. Hjá Kjörís er lögð áhersla á vöruþróun og nýjar vörur settar á markað með reglubundnum hætti. Framleiðslan fer öll fram í Hveragerði og dreifing á vörunum um allt land.
Jáverk / Miðbær Selfoss - Gylfi Gíslason og Axel Davíðsson gengu með hópnum um nýjan miðbæ Selfoss og sögðu frá framkvæmdunum sem búið er að ljúka við auk þess kynntu þeir það sem væri framundan. Stefnt er að því að byggja miðbæinn enn frekar upp á næstu árum.
Mjólkursamsalan - Ágúst Þór Jónsson, Aðalsteinn H. Magnússon og Björn Baldursson tóku á móti hópnum í starfsstöð Mjólkursamsölunnar, MS, við Austurveg á Selfossi. Þeir kynntu starfsemi MS sem nær hringinn í kringum landið með flutningi á mjólk frá bændum til framleiðslustöðva og svo dreifingu til viðskiptavina. Á Selfossi fer meðal annars fram mjólkurpökkun, framleiðsla á skyri og margvíslegum sýrðum vörum, auk G-vara og mjólkurdufts.
Carbfix
Í Carbfix, talið frá vinstri, Arna Arnardóttir, Sigþór H. Guðmundsson, Guðrún Halla Finnsdóttir, Bergþóra Halldórsdóttir, Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Sigurður Hannesson, Vignir Steinþór Halldórsson, Árni Sigurjónsson, Karl Andreasson, Lilja Björk Guðmundsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Ólafur Teitur Guðnason og Magnús Hilmar Helgason.
Climeworks/Mammoth
Í Climeworks þar sem Hafdís Nielsen tók á móti hópnum og sýndi starfsemina.
Icelandic Water Holdings
Fyrir utan Icelandic Water Holdings, talið frá vinstri, Lilja Björk Guðmundsdóttir, Sigþór H. Guðmundsson, Karl Andreasson, Arna Arnardóttir, Svava Rán Karlsdóttir, Magnús Hilmar Helgason, Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Guðrún Halla Finnsdóttir, Vignir Steinþór Halldórsson, Árni Sigurjónsson, Þorsteinn Víglundsson, Bergþóra Halldórsdóttir og Sigurður Hannesson.
Kjörís
Fyrir utan Kjörís, talið frá vinstri, Arna Arnardóttir, Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Lilja Björk Guðmundsdóttir, Karl Andreasson, Þorsteinn Víglundsson, Magnús Hilmar Helgason, Sigurður Hannesson, Guðrún Halla Finnsdóttir, Árni Sigurjónsson, Bergþóra Halldórsdóttir, Vignir Steinþór Halldórsson, Hafsteinn Davíðsson, Sigþór H. Guðmundsson og Valdimar Hafsteinsson.
Hafsteinn Davíðsson, vélstjóri hjá Kjörís, og Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.
Miðbær Selfoss
Í Miðbæ Selfoss, talið frá vinstri, Axel Davíðsson, Gylfi Gíslason, Guðrún Halla Finnsdóttir, Sigurður Hannesson, Lilja Björk Guðmundsdóttir, Magnús Hilmar Helgason, Bergþóra Halldórsdóttir, Arna Arnardóttir, Árni Sigurjónsson, Þorsteinn Víglundsson, Sigþór H. Guðmundsson, Vignir Steinþór Halldórsson, Karl Andreasson og Kolbrún Hrafnkelsdóttir.
Árni Sigurjónsson, formaður SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, Axel Davíðsson, verkefnastjóri hjá Jáverki, og Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks.
Mjólkursamsalan
Í MS, talið frá vinstri, Sigþór H. Guðmundsson, Björn Baldursson, Bergþóra Halldórsdóttir, Lilja Björk Guðmundsdóttir, Karl Andreasson, Guðrún Halla Finnsdóttir, Vignir Steinþór Halldórsson, Magnús Hilmar Helgason, Þorsteinn Víglundsson, Sigurður Hannesson, Ágúst Þór Jónsson, Arna Arnardóttir og Kolbrún Hrafnkelsdóttir.
Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri hjá MS, kynnti starfsemi fyrirtækisins.
Ágúst Þór Jónsson, rekstrarstjóri hjá MS, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.