Fréttasafn30. okt. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Stjórnarfundur SART á Egilsstöðum

Stjórnarfundur Samtaka rafverktaka, SART, var haldinn á Egilsstöðum föstudaginn 20. október. Fundinn sóttu stjórnarmenn aðildarfélaga SART sem eru átta talsins. Auk fundarstarfa var farið í heimsókn í Miðás ehf. þar sem Jón Hávarður Jónsson, framkvæmdastjóri, tók á móti hópnum og kynnti framleiðslu fyrirtækisin sem flestir landsmenn þekkja undir vörumerkinu Brúnás innréttingar.

Hrafnkell Guðjónsson löggiltur rafverktaki og formaður Félags rafverktaka á Austurlandi sá um allan undirbúning og skipulagningu fundarinns sem tókst vel.

Stjornarfundur-SART-Egilsstodum-2023_2Hrafnkell Guðjónsson sýnir afurðir frá Nordic Wasabi sem ræktar Wasabi plöntuna í hátækni gróðurhúsum á Egilsstöðum.

Á myndinni eru, frá vinstri, Hjörtur Árnason, formaður FRT, Helgi Rafnsson, varaformaður FLR, Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, Sævar Óskarsson, formaður FRVF, Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, Arnbjörn Óskarsson, formaður RS, Magnús Gíslason, formaður FRS, Aðalsteinn Þór Arnarsson, formaður FRN, Gunnar Ingi Jónsson, FRN, og Jóhann Unnar Sigurðsson, FLR. Á myndina vantar Hrafnkel Guðjónsson formann FRA og Þórarinn Hrafnkelsson stjórnarmann FRA.