Fréttasafn



26. maí 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök fyrirtækja í málm– og skipaiðnaði

Stjórnendur norrænna iðnfyrirtækja hittust á Svalbarða

Árlegur fundur iðnfyrirtækja á Norðurlöndum, SVAPU, var haldinn dagana 13.-15. apríl sl. í Longyearbyen á Svalbarða. Formenn og framkvæmdastjórar samtaka iðntæknifyrirtækja á Norðurlöndunum ásamt hagfræðingum og lögfræðingum samtakanna sóttu fundinn. Þátttökulönd skiptast á að halda fundinn og var fundurinn haldinn hér á landi í ágúst 2022. Samtökin sem taka þátt í fundinum auk Samtaka iðnaðarins eru Dansk Industri, Norsk Industri, Teknikföretagen og Teknologiateloullisuus. Frá Samtökum iðnaðarins sóttu fundinn Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri Málms hjá SI, og Daníel Óðinsson, formaður Málms.

Á fundinum var farið yfir skýrslur landanna fimm þar sem fjallað var um stöðu efnahagsmála, vinnumarkaðsmála og starfsumhverfi iðntæknifyrirtækja. Sigurður Hannesson kynnti samtökin, áherslumál, efnahagsmál og nýlega kjarasamninga. Sverre Diesen herforingi í norska hernum og fyrrum yfirmaður varnamála Noregs hélt framsögu þar sem hann fjallaði um stöðu Rússa í stríðinu í Úkraínu ásamt sameiginleg hagsmunamál Norðurlandanna þegar kemur að samvinnu og varnarmálum. Fulltrúar Finnlands fjölluðu um umsvif NATO og reynslu iðntæknifyrirtækja á samstarfi og viðskiptum við bandalagið. Þá fjallaði Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, um orkumál með áherslu á orkuskipti.

Myndir-fra-fundi-1Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Myndir-fra-fundi-4 Sigríður Mogensen, sviðstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

Myndir-fra-fundi-2Kim Graugaard, framkvæmdastjóri vinnumarkaðssviðs Dansk Industri.

Myndir-fra-fundi1Jaakko Hirvola, framkvæmdastjóri Teknologiateollisuus.

SnjosledaferdSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Daníel Óðinsson, formaður Málms, á Svalbarða.