Fréttasafn



27. ágú. 2018 Almennar fréttir Lögfræðileg málefni Orka og umhverfi

Stjórnvöld ættu að búa til rafræna gátt um umhverfistengd mál

Stjórnvöld ættu að stefna að því að búa til rafræna gátt þar sem auðvelt er að nálgast allar upplýsingar sem nú er að finna á vefsíðum stjórnvalda (e. one stop shop) um umhverfistengd mál sem stofnanir ríkisins fást við. Oft koma margar stofnanir að sömu málum aftur og aftur, t.d. í tengslum við mat á umhverfisáhrifum, og því væri slík gátt til þess fallin að einfalda samskipti og auka skilvirkni stjórnsýslunnar. Þetta kemur meðal annars fram í umsögn SA og SI um drög að aðgerðaráætlun um Árósasamninginn en Árósasamningurinn fjallar meðal annars um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Þá leggja samtökin til að aðgerðaráætlun geri jafnframt ráð fyrir aukinni aðkomu atvinnulífsins í vinnu stjórnvalda í málum er varða umhverfið en samtökin hafa lengi talað fyrir nauðsyn víðtæks samráðs um mikilvæg hagsmunamál og segir í umsögninni að það eigi líka við um umhverfismál.

Hér er hægt að lesa umsögnina í heild sinni.