Fréttasafn



7. nóv. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Innviðir Orka og umhverfi

Stöndum á krossgötum í raforkumálum á Íslandi

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, sagð á kosningafundi SI að við stæðum á krossgötum í raforkumálum á Íslandi. Hún sagði að skortur á raforku hafi nú raungerst en Samtök iðnaðarins hafi varað við því að þessi staða væri að teiknast upp í nokkur ár. 

Sigríður sagði að tjón af kyrrstöðu í raforkuöflun og uppbyggingu raforkukerfisins birtist með margvíslegum hætti, meðal annars í töpuðum útflutningstekjum og því að hér á landi höfum við misst af verðmætum tækifærum til atvinnuuppbyggingar á síðustu árum vegna þess að raforkukerfið er fulllestað.  „Þá þýðir þetta einnig bakslag í þriðju orkuskiptunum, sem eru mikilvæg fyrir loftslagsmarkmið með því að draga úr olíuinnflutningi, gjaldeyrisjöfnuð þjóðarbúsins með sparnaði á verðmætum gjaldeyri, og að auka orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands.“ Hún sagði að staðan í raforkumálum hér á landi væri þröng. 

Sigríður sýndi fyrirsagnir úr fjölmiðlum frá síðustu árum sem sýni stöðuna:

Orkumal-1

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.