Fréttasafn



31. okt. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun Samtök menntatæknifyrirtækja

Stóra stærðfræðikeppnin á vegum Evolytes og Andvara

Íslenska menntatæknifyrirtækið Evolytes og  Andvari farsældarhraðall efla stærðfræði í grunnskólum með  Stóru stærðfræðikeppninni 2025 sem hefst 3. nóvember. Alls hafa 149 grunnskólar og 9.278 nemendur nú þegar skráð sig til leiks. Keppnin fer fram í gegnum Evolytes námskerfið, þar sem stærðfræði er kennd með nýstárlegumhætti. En Andvari tryggði öllum grunnskólum aðgengi að Evolytes stærðfræði námsumhverfinu í haust. Markmið Stóru stærðfræðikeppninnar er ekki aðeins að finna sigurvegara, heldur að vekja áhuga og jákvætt viðhorf nemenda til stærðfræði. Þegar nemendur upplifa að þeir geti skemmt sér við að leysa stærðfræðiverkefni, þá verður námsefnið ekki lengur hindrun heldur áskorun sem veitir ánægju og sjálfstraust. 

Í tilkynningu segir að í Evolytes fái nemendur að kynnast stærðfræði í gegnum heildstæðan íslenskan ævintýraheim á borð við það skemmtiefni sem börn sækja í. Með þessu sé hægt með auðveldari hætti að kveikja áhuga nemenda á því að læra. Nemendur fái jafnframt einstaklingsmiðað námsefni í rauntíma sem auki sjálfstraust nemenda í stærðfræði og trú þeirra á eigin getu. Þannig þrói nemendur djúpstæða skilning á stærðfræðihugtökum án þess að mynda þekkingagöp vegna yfirferð sem ekki henti þeim. Þá segir að Evolytes byggi á sálfræðilegum kenningum um virkni og hvatningu í námi, þar sem nemendur fái strax endurgjöf og sjái framfarir sínar í rauntíma. Þetta auki innri áhugahvöt og stuðlar að meiri sjálfstjórn í námi. Kennarar fái jafnframt ítarlegt yfirlit yfir stöðu nemenda, þannig að kennslan geti orðið sérsniðnari og einstaklingsmiðaðri.

Stóra stærðfræðikeppnin hvetur skóla til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum, þar sem árangur einstakra nemenda styrkir heildina. Meðal verðlauna er ný leikjavirkni, nýir evolýtar, kristallar og nýtt svæði til að kanna. Bestu þrír skólarnir fá sérstök verðlaun í lok keppninnar, bæði nemendur og kennarar. Þá verður einnig tilkynnt um hvaða skólar standa sig best í hverri viku. Þeir skólar sem sýna mestan framgang og samvinnu.

Hér er hægt að nálgast síðu keppninnar.

Evolytes_1