Fréttasafn7. feb. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Sýndu netárásir í rauntíma á UTmessunni

H. Árnason sem er fyrirtæki í raf- og tölvuiðnaði og aðili að Samtökum rafverktaka var með kynningu á Tæknidegi UTmessunnar sem fór fram um síðustu helgi. Helstu tæknifyrirtæki landsins  gáfu gestum tækifæri til að kynnast nýjustu tækni í tölvu- og öryggisfræðum. 

H. Árnason var með kynningu frá tölvuöryggis-fyrirtækinu Check Point þar sem m.a. voru til sýnis eldveggir og annar öryggishugbúnaður. Á staðnum var tölvuskápur með uppsettum eldvegg ásamt tengingum og var markmiðið að sýna gestum hvernig vélbúnaðurinn tengist við netið. Varpað var upp á stóran skjá netárásum í rauntíma sem vakti athygli sýningargesta. 

H.Arnason_2

H.Arnason_3

H.Arnason_4