Fréttasafn



12. jún. 2019 Almennar fréttir Efnahagsmál Iðnaður og hugverk

Tækifæri felast í skráningu á First North

Mikill áhugi var á opnum kynningarfundi um Nasdaq First North markaðinn sem Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Nasdaq Iceland efndu til í morgun. Á fundinum flutti Baldur Thorlacius, viðskiptastjóri hjá Nasdaq First North, erindi um þau tækifæri sem felast í skráningu smærri fyrirtækja á First North. Baldur fór yfir þann mikla ávinning sem hægt er að ná með skráningunni ásamt mögulegum hindrunum við fjármögnun sprotafyrirtækja sem skráning á markaðinn getur haft í för með sér. Þá greindi Baldur frá sérstöku verkefni hjá Nasdaq sem kallast „Næsta skref“ sem unnið er í samstarfi við KPMG, LOGOS, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Kviku banka og lýtur að því að undirbúa félög undir skráningu á First North markaðinn. Hann hvatti fyrirtæki til að kynna sér málið og vera í sambandi við sig ef áhugi væri á þátttöku í verkefninu, baldur.thorlacius@nasdaq.com.

Fundur-12-06-2019-2-Baldur Thorlacius, viðskiptastjóri hjá Nasdaq First North, flutti erindi á fundinum.