Fréttasafn13. okt. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi

Tækifæri og hindranir í orkuskiptum

Fulltrúi Samtaka iðnaðarins, Lárus M. K. Ólafsson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, flutti erindi á fundi danskrar sendinefndar sem stödd er á Íslandi með krónprins Danmerkur í fararbroddi. Á fundinum sem haldinn var í Björtu loftum í Hörpu greindi Lárus í erindi sínu frá sögu orkuskipta hér á landi, allt frá hitaveitu- og rafvæðingu snemma á síðustu öld yfir í orkuskipti í samgöngum og iðnaði sem við stöndum frammi fyrir í dag. Jafnframt fór Lárus yfir tækifæri og hindranir í framþróun á grænni tækni og framleiðslu á grænu eldsneyti.

Hér er hægt að nálgast glærur Lárusar frá fundinum.

Á fundinum kynntu einnig aðildarfyrirtæki systursamtaka SI, Dansk Industri, starfsemi sína og áttu samtal og fundi með fulltrúum íslenskra fyrirtækja um grænar lausnir og tækni.

Myndir/Birgir Ísleifur.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.

Harpa_si_danish_r_12102021-11

Harpa_si_danish_r_12102021-10

Harpa_si_danish_r_12102021-4

Harpa_si_danish_r_12102021-50

Harpa_si_danish_r_12102021-36

Harpa_si_danish_r_12102021-37

Harpa_si_danish_r_12102021-33