Fréttasafn3. jún. 2019 Almennar fréttir Lögfræðileg málefni

Þakkir fyrir aðstoð og ráðgjöf lögfræðings SI

Lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, Björg Ásta Þórðardóttir, fékk óvæntan glaðning þegar Hans Ragnar Þorsteinsson, húsasmíðameistari og eigandi Verktaka nr. 16, mætti á skrifstofu SI í dag með blóm og súkkulaði. Tilefnið var að Verktaki nr. 16 ehf. hafði betur í dómsmáli gegn Byggingarsamvinnufélagi eldri borgara í Garðabæ. Í málinu var deilt um kröfu Verktaka nr. 16 á hendur byggingarsamvinnufélaginu fyrir byggingarstjórn verkframkvæmda að Unnargrund. Verktaki nr. 16 sem er aðili að SI naut aðstoðar og ráðgjafar lögfræðings Samtaka iðnaðarins í málinu.

Bjorg-Asta-juni-2019-2-Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI, og Hans Ragnar Þorsteinsson, húsasmíðameistari og eigandi Verktaka nr. 16.