Þarf samstilltar aðgerðir ríkis, sveitarfélaga og iðnaðar
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, sagði á kosningafundi SI að við værum að glíma við alvarlegan húsnæðisskort sem hafi haft víðtæk áhrif á samfélagið og stöðu efnahagsmála hér á landi. Einn meginorsakavaldur verðbólgu um þessar mundir væri veruleg hækkun húsnæðiskostnaðar.
Hún sagði húsnæðisvandann ýta undir ójöfnuð og geri ungu fólki og fjölskyldum sífellt erfiðara fyrir að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessi sami húsnæðisskortur hafi líka mjög neikvæð áhrif á getu atvinnulífsins til vaxtar. Þá sagði hún að stöðugleiki á húsnæðismarkaði væri forsenda stöðugs verðlags, velferðar og uppbyggingar atvinnulífs um land allt.
Einnig kom fram í máli Jóhönnu Klöru að á sama tíma stæðum við frammi fyrir skorti á fjármagni til innviðauppbyggingar og að innviðaskuldin yxi með hverju árinu. „Skortur á fyrirsjáanleika og stöðugleika hefur einkennt málaflokkinn um langt skeið og metnaðarfull áform hins opinbera um uppbyggingu og viðhald hafa ekki gegnið eftir. Þetta óstöðuga starfumhverfi dregur úr hagkvæmni tilboða og hamlar vexti fyrirtækja sem geta ekki gert áætlanir til lengri tíma.“
Þá sagði hún að það þyrfti samstilltar aðgerðir ríkis, sveitarfélaga og iðnaðarins, auk skýrrar forgangsröðunar stjórnvalda í þágu málaflokkanna. „Þannig munum við hraða uppbyggingu húsnæðis og byggja upp samfélagslega mikilvæga innviði fyrir okkur og komandi kynslóðir.“
Jóhanna Klara sýndi fyrirsagnir úr fjölmiðlum sem sýni stöðuna:
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.