Fréttasafn28. feb. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Samtök rafverktaka

Þörf á mun fleiri rafvirkjum vegna áformaðra orkuskipta

Rætt var við Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasvið SI, í síðdegisútvarpi Rásar 2 um nýja greiningu SI þar sem kemur fram að verulegur skortur sé á rafvirkjum á Íslandi og sá fjöldi sem útskrifist árlega með sveinspróf í rafvirkjun sé langt undir áætlaðri meðalþörf fyrirtækja í rafiðnaði. 

Í þættinum er Jóhanna Klara meðal annars spurð út í réttindi erlendra rafvirkja sem falla ekki alltaf að íslenskum reglum. Hún segir einnig frá því að þær tölur sem koma fram í greiningu SI geri ekki ráð fyrir áhrifum þeirra metnaðarfullu áforma sem séu uppi hjá stjórnvöldum um að greiða leið orkuskipta og auka raforkuframleiðslu, og því sé líklega þörf á mun fleiri rafvirkjum en greiningin gefi til kynna. 

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Jóhönnu Klöru í heild sinni frá mínútu 47.

Rás 2, 27. febrúar 2024.