Fréttasafn13. jún. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Samtök rafverktaka

Þríburabræður ljúka verklegum hluta sveinsprófs í rafvirkjun

Þríburabræðurnir Guðfinnur Ragnar, Gunnar Már og Þórir Örn Jóhannssynir luku verklegum hluta sveinsprófs í rafvirkjun síðastliðinn föstudag líkt og kemur fram á vef Rafmenntar. Þeir útskrifuðust úr rafvirkjun sem viðbót við 4. stig í vélstjórn frá Tækniskólanum í desember 2021.

Myndin er tekin þegar þeir voru að ganga frá básunum að loknu verklega prófinu í raflögnum og stýringum. Talið frá vinstri, Guðfinnur Ragnar, Þórir Örn og Gunnar Már Jóhannssynir.