Fréttasafn



20. okt. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Tímamótafundur SI um gervigreindarkapphlaupið

Fjölmennt var á opnum fundi Samtaka iðnaðarins um gervigreindarkapphlaupið og stöðu Íslands sem fram fór í Grósku sl. föstudag. Á þessum tímamótafundi SI var fjallað um þróun og áhrif gervigreindar í heiminum og þau tækifæri sem Ísland stendur frammi fyrir auk áskorana sem því fylgir. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP Games, var með ávarp í upphafi fundarins frá Kaliforníu þar sem hann er staddur. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI, rifjaði upp umræðu um gervigreindarkapphlaupið sem fór fram á Iðnþingi SI í mars. Auk þess sem hún kynnti  aðalfyrirlesari fundarins, William Barney, formann Pacific Telecommunications Council, sem greindi frá því helsta sem er að gerast í heiminum í gervigreindarkapphlaupinu og þeim tækifærum sem Ísland stendur frammi fyrir. Að loknu erindi hans var efnt til umræðna sem Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, stýrði, með þátttöku eftirtaldra: Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Sigríður Snævarr, fv. sendiherra, Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI. Að umræðum loknum var boðið upp á spurningar úr sal. Einnig komu fram í dagskrá fundarins myndbandsinnslög þar sem eftirtaldir svöruðu því meðal annars hvað stjórnvöld og fyrirtæki þyrftu að gera í tengslum við gervigreindarkapphlaupið: Róbert Helgason, framkvæmdastjóri Fordæmi, Hinrik Jósafat Atlason, framkvæmdastjóri Atlas Primer, Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi og Gunnar Sigurðarson, viðskipastjóri hjá SI. Lokaorð fundarins átti Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Bein útsending var frá fundinum á helstu fjölmiðlum. Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:

https://vimeo.com/1128928180


Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um fundinn og rætt við William Barney og Loga Einarsson. Hér er hægt að nálgast frétt RÚV og hér er hægt að nálgast umfjöllun á vef RÚV.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá fundinum.

Myndir/BIG

Si_fundur_um_gervigreind_groska-5Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP Games, talaði frá Kaliforníu. 

Si_fundur_um_gervigreind_groska-1Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-21William Barney, formaður Pacific Telecommunications Council.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-23

Si_fundur_um_gervigreind_groska-38Sigríður Snævarr, fv. sendiherra.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-35Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-40Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center. 

Si_fundur_um_gervigreind_groska-32Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-36Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-54Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, Róbert Helgason, framkvæmdastjóri Fordæmi, og Hinrik Jósafat Atlason, framkvæmdastjóri Atlas Primer.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-49

Si_fundur_um_gervigreind_groska-52Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-7

Si_fundur_um_gervigreind_groska-9

Si_fundur_um_gervigreind_groska-2

Si_fundur_um_gervigreind_groska-18

Si_fundur_um_gervigreind_groska-20

Si_fundur_um_gervigreind_groska-22

Si_fundur_um_gervigreind_groska-11

Si_fundur_um_gervigreind_groska-51

Umfjöllun

Viðskiptablaðið, 17. október 2025.

mbl.is, 17. október 2025.

Vísir , 17. október 2025.

RÚV, 17. október 2025.

RÚV, 19. október 2025.

Viðskiptablaðið, 22. október 2025.

Viðskiptablaðið, 22. október 2025.

Viðskiptablaðið, 22. október 2025.

Viðskiptablaðið, 25. október 2025.

Viðskiptablaðið, 26. október 2025.

Myndbönd

Hér er hægt að nálgast einstaka dagskrárliði fundarins:

https://vimeo.com/1128926102?fl=pl&fe=sh

https://vimeo.com/1128926212?fl=pl&fe=sh

https://vimeo.com/1128926689?fl=pl&fe=sh

https://vimeo.com/1128927562?fl=pl&fe=sh

https://vimeo.com/1128927809?fl=pl&fe=sh

https://vimeo.com/1128927864?fl=pl&fe=sh

Auglýsing

Gervigreindarkapphlaupid_lokautgafa_1761580821164