Fréttasafn



20. okt. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Tímamótafundur SI um gervigreindarkapphlaupið

Fjölmennt var á opnum fundi Samtaka iðnaðarins um gervigreindarkapphlaupið og stöðu Íslands sem fram fór í Grósku sl. föstudag. Á þessum tímamótafundi SI var fjallað um þróun og áhrif gervigreindar í heiminum og þau tækifæri sem Ísland stendur frammi fyrir auk áskorana sem því fylgir. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP Games, var með ávarp í upphafi fundarins frá Kaliforníu þar sem hann er staddur. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI, rifjaði upp umræðu um gervigreindarkapphlaupið sem fór fram á Iðnþingi SI í mars. Auk þess sem hún kynnti  aðalfyrirlesari fundarins, William Barney, formann Pacific Telecommunications Council, sem greindi frá því helsta sem er að gerast í heiminum í gervigreindarkapphlaupinu og þeim tækifærum sem Ísland stendur frammi fyrir. Að loknu erindi hans var efnt til umræðna sem Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI, stýrði, með þátttöku eftirtaldra: Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Sigríður Snævarr, fv. sendiherra, Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI. Að umræðum loknum var boðið upp á spurningar úr sal. Einnig komu fram í dagskrá fundarins myndbandsinnslög þar sem eftirtaldir svöruðu því meðal annars hvað stjórnvöld og fyrirtæki þyrftu að gera í tengslum við gervigreindarkapphlaupið: Róbert Helgason, framkvæmdastjóri Fordæmi, Hinrik Jósafat Atlason, framkvæmdastjóri Atlas Primer, Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi og Gunnar Sigurðarson, viðskipastjóri hjá SI. Í lok fundarins tók Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, saman það helsta sem kom fram á fundinum. 

Bein útsending var frá fundinum á helstu fjölmiðlum. Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum.

Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um fundinn og rætt við William Barney og Loga Einarsson. Hér er hægt að nálgast frétt RÚV og hér er hægt að nálgast umfjöllun á vef RÚV.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá fundinum.

Myndir/BIG

Si_fundur_um_gervigreind_groska-5Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP Games, talaði frá Kaliforníu. 

Si_fundur_um_gervigreind_groska-1Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-21William Barney, formaður Pacific Telecommunications Council.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-23

Si_fundur_um_gervigreind_groska-38Sigríður Snævarr, fv. sendiherra.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-35Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-40Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center. 

Si_fundur_um_gervigreind_groska-32Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-36Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-54Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, Róbert Helgason, framkvæmdastjóri Fordæmi, og Hinrik Jósafat Atlason, framkvæmdastjóri Atlas Primer.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-49

Si_fundur_um_gervigreind_groska-52Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_fundur_um_gervigreind_groska-7

Si_fundur_um_gervigreind_groska-9

Si_fundur_um_gervigreind_groska-2

Si_fundur_um_gervigreind_groska-18

Si_fundur_um_gervigreind_groska-20