Fréttasafn



29. okt. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök upplýsingatæknifyrirtækja Starfsumhverfi

Tryggja þarf að Ísland standi framarlega í upplýsingatækni

Í Morgunblaðinu ræðir Þóroddur Bjarnason, blaðamaður, við Valgerði Hrund Skúladóttur, formann Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, um nýja greiningu SI  um ónýtt tækifæri í upplýsinga- og fjarskiptaiðnaði á Íslandi. Í fréttinni segir Valgerður að framleiðni sé mun meiri í þessari grein en flestum öðrum, sem geri hana mjög spennandi, auk þess sé greinin hálaunagrein. „Nú í Covid-ástandinu hefur mikilvægi upplýsingatækninnar komið vel í ljós.“ 

Hún vill að reynt verði að tryggja að Ísland standi framarlega í greininni, það snúist ekki bara um að grípa tækifærin innanlands, heldur líka erlendis. „Ísland þarf fjölbreyttari gjaldeyristekjur, og þá þurfum við að hugsa bæði til skamms og langs tíma. Við og SI höfum lagt mikla áherslu á átak í menntun í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði á öllum skólastigum og tryggja þannig að það fjölgi í greinunum til framtíðar.“ Þá kemur fram í fréttinni að Valgerður vill einnig að yfirvöld styrki markaðssókn greinarinnar erlendis rétt eins og gert er með íslenska ferðaþjónustu. 

Morgunblaðið / mbl.is, 29. október 2020.

Morgunbladid-29-10-2020-1-

Morgunbladid-29-10-2020-2-