Fréttasafn2. jan. 2019 Almennar fréttir

Tryggja þarf mjúka lendingu hagkerfisins

Umbætur í skipulags- og byggingamálum verða að eiga sér stað á nýju ári í þágu hagkvæmari og hraðari uppbyggingar til lengri tíma. Tryggingagjald þarf að lækka frekar en ráðgert hefur verið. Stóra málið verður hvernig til tekst á vinnumarkaði en tryggja þarf mjúka lendingu hagkerfisins. Þetta er meðal þess sem Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, nefnir í ViðskiptaMogganum þegar hann er spurður um væntingar á nýju ári. 

Þá nefnir hann einnig stöðu framleiðslufyrirtækja en þau hafi glímt við erfið rekstrarskilyrði síðustu ár. Hann segir að hár launakostnaður leiki þar stórt hlutverk en laun í framleiðsluiðnaði hækkuðu hér á landi um 140% mælt í evrum árin 2010-2018 en 20% á evrusvæðinu. Við blasi að samkeppnisstaða innlendra framleiðenda sé verulega skert og hafi fyrirtæki sagt upp starfsfólki og jafnvel hætt starfsemi. Það sé umhugsunarefni en verðmæt starfsemi og þekking hafi tapast í þessu sem kemur niður á fjölbreytni og verðmætasköpun þegar litið sé til lengri tíma. 

Hér er hægt að lesa svar Sigurðar í heild sinni.