Fréttasafn



20. jún. 2018 Almennar fréttir Nýsköpun

Tveir dagar til loka tilnefninga fyrir Vaxtarsprotann 2018

Nú eru tveir dagar þar til frestur til að skila inn tilnefningum til forvals fyrir Vaxtarsprotann 2018 rennur út en hægt er að senda inn tilnefningar fram til föstudagsins næstkomandi, 22. júní. Meginviðmið er vöxtur í söluveltu sprotafyrirtækis milli síðasta árs og ársins á undan. Skilyrði er að frumkvöðull þarf að vera til staðar í fyrirtækinu og fyrirtækið má ekki vera í meirihlutaeigu fyrirtækis á meðal 100 stærstu á Íslandi, fyrirtækis á aðallista Kauphallar eða vera sjálft á aðallista Kauphallar. Hægt er að senda inn tilnefningar með tölvupósti á netfangið sigridur@si.is. Á myndinni hér fyrir ofan eru stjórnendur og starfsmenn Kerecis sem hlaut  Vaxtarsprotann 2017 ásamt ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

Hér er hægt að lesa nánar um Vaxtarsprotann.

Vaxtarsprotinn-logo