Fréttasafn



9. jún. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Um helmingur fyrirtækja á framleiðslusviði SI með vottanir

72% fyrirtækja á framleiðslusviði SI eru með gæðakerfi og 51% þeirra eru með vottun. Vottanirnar eru af ýmsu tagi og kemur fram í könnun sem framkvæmd var meðal fyrirtækjanna að tilgangurinn með vottunum er meðal annars að bæta ímynd og sýna samfélagsábyrgð, bæta aðgengi að mörkuðum og bæta rekstur og stjórnun. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir í gær í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum var leitast við að svara spurningunni hvort verðmæti væru í vottun. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, var fundarstjóri.

Fundinum var streymt beint á Facebook SI.

Fleiri myndir frá fundinum eru á Facebook SI.

Hér fyrir neðan má nálgast glærur frummælenda:

Stefna Framleiðsluráðs SI og niðurstöður könnunar um vottanir og nýsköpun
- Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslusviðs SI

Okkar upplifun
- Rósa Guðmundsdóttir, verkfræðingur hjá tæknideild Héðins

Að þiggja og veita úttektir
- Pétur Helgason, starfsmaður Vottunar hf. og fyrrverandi gæðastjóri Vífilfells