Fréttasafn6. okt. 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Umhverfisdagur atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í Norðurljósum í Hörpu miðvikudaginn 6. október kl. 8.30-10.30. Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Dagskrá umhverfisdagsins lauk með ávarpi forseta Íslands og afhendingu Umhverfisverðlauna atvinnulífsins sem Bláa lónið og Aha hlutu.  

Fundarstjóri var Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. 

Hægt var að fylgjast með streymi á Facebook

Dagskrá

Setning - Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Orkuskipti – Leiðin fram á við - Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri

Orkuskipti Bílaleigu Akureyrar - Jón Gestur Ólafsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Hölds ehf.

Orkuskipti í sjávarútvegi - Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum SFS

Vistvænni mannvirkjagerð - Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk ehf.

Fjármögnun orkuskipta – tækifærin og áskoranir frá sjónarhóli banka - Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Íslandsbanka

Þátttakendur í pallborðsumræðum: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, Bjarni Herrera, forstöðumaður sjálfbærni KPMG, og Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur Ph.D. VSÓ og dósent við Háskóla Íslands.

Afhending á Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins

Upptaka

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:

https://vimeo.com/616102557

Myndir

Á Facebook SI er hægt að skoða fleiri myndir.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-1Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, var fundarstjóri.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-2Fundargestir voru spurðir á hvernig farartæki þeir komu á til fundarins.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-8Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-11Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-15Jón Gestur Ólafsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Hölds ehf.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-21Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum SFS.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-26Lovísa Árnadóttir ræddi við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, og Sigurð Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-30Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk ehf.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-36Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Íslandsbanka.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-38Lovísa Árnadóttir ræddi við Bjarna Herrera, forstöðumann sjálfbærni KPMG, og Sigríði Ósk Bjarnadóttur, byggingarverkfræðing Ph.D. hjá VSÓ og dósent við Háskóla Íslands.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-3Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-44Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti um val á þeim fyrirtækjum sem hlutu umhverfisviðurkenningar atvinnulífsins frá Bessastöðum þar sem hann var í smitgát. 

Sa_umhverfisdagurinn_2021-46Bláa lónið var valið umhverfisfyrirtæki ársins.

Sa_umhverfisdagurinn_2021-45Aha hlaut viðurkenningu fyrir umhverfisframtak ársins.

Auglýsing

Umhverfisdagur-atvinnulifsins-2021