Fréttasafn



8. nóv. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Umræða í Þjóðmálum um viðhorf stjórnmálanna til atvinnulífsins

Gísli Freyr Valþórsson ræðir við Sigurð Hannesson og Björn Inga Hrafnsson í nýjum þætti Þjóðmála um viðhorf stjórnmálaflokkanna til atvinnulífsins og hvað hafi borið á góma í kosningabaráttunni sem snúi að atvinnulífinu. Í þættinum er farið yfir það helsta sem kom fram á kosningafundi SI með formönnum flokkanna sem haldinn var í vikunni, umræðu um orkuframleiðslu, skatta, skipulagsmál og fleira. Þá ræða þeir einnig um hið svonefnda ehf-gat sem sumir stjórnmálamenn telja sig þurfa að fylla og hvaða þýðingu kjör á nýjum forseta í Bandaríkjunum hefur fyrir Ísland. Í þættinum er margt fleira sem ber á góma. 

Hér er hægt að hlusta á þáttinn.