Fréttasafn



16. maí 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun Samtök menntatæknifyrirtækja

Umræða um grósku í menntatækni og framtíðina

Samtök menntatæknifyrirtækja stóðu fyrir fundi í Húsi atvinnulífsins í morgun þar sem rætt var um hvað menntatækni væri. Fundarstjóri var Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI. Íris E. Gísladóttir, formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja, svaraði spurningunni hvað menntatækni væri. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatæknivers skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, var með erindi með yfirskriftinni Gróska í stafrænni tækni hjá Reykjavíkurborg. Ólafur Hrafn Steinarsson hjá Rafíþróttasambandi Íslands horfði á menntatækni út frá sjónarhorni foreldri og spurði meðal annars hver framtíðin væri. Í lok erinda var efnt til umræðna.

Hér er hægt að nálgast glærur Írisar.

Hér er hægt að nálgast glærur Þórdísar.

Á myndinni hér fyrir ofan er Íris E. Gísladóttir, formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja.

IMG_5712Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatæknivers skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. 

IMG_5718Ólafur Hrafn Steinarsson hjá Rafíþróttasambandi Íslands.

1000062077Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI.

IMG_5723

IMG_5707