Fréttasafn



25. jan. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Umræða um tækifæri í tölvuleikjaiðnaði í beinu streymi

Samtök leikjaframleiðenda, IGI, og Samtök iðnaðarins bjóða til fundar miðvikudaginn 27. janúar kl. 16.00-17.00 í beinu streymi frá Grósku um stöðu tölvuleikjaiðnaðar ásamt framtíðarhorfum og tækifærum í tengslum við uppbyggingu hans. Kynntar verða nýjar tölur um fjölda starfa, fjárfestingar og veltu í tölvuleikjaiðnaði og dregin upp sviðsmynd af íslenskum leikjaiðnaði árið 2030. Að loknu erindi formanns IGI verða pallborðsumræður um tækifæri og áskoranir leikjaiðnaðarins. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook.

Dagskrá

Staða og framtíðarhorfur íslensks leikjaiðnaðar

Vignir Örn Guðmundsson, formaður IGI

Pallborðsumræður

Hilmar Veigar Pétursson - forstjóri CCP

Sigurlína Ingvarsdóttir - framleiðandi hjá Bonfire Studios

Þorgeir F. Óðinsson – framkvæmdastjóri Directive Games

María Guðmundsdóttir – forstjóri Parity

Postur